Heimsmarkmiðin í Kópavogi

Kópavogsbær
16. ágúst 2019

Innleiðing Heimsmarkmiðanna í Kópavogi með nýrri heildstæðri stefnu sem samþykkt var af bæjarstjórn haustið 2018.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Innleiðing stefnu Kópavogsbæjar felur í sér innleiðingu Heimsmarkmiðanna. Stefnan samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn, gildum og 34 yfirmarkmiðum sem eru fengin úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Frá samþykkt bæjarstjórnar hefur verið unnið að því að kynna nýju stefnuna og Heimsmarkmiðin fyrir starfsmönnum Kópavogsbæjar auk þess að þróa næstu skref við innleiðinguna með bæjarstjórn og stýrihópi innleiðingar stefnunnar. Gerðar verða stefnumarkandi áætlanir og tengdar aðgerðaáætlanir skipulagsheilda þar sem sett verða mælanleg markmið, þau tengd mælikvörðum og gerð fjárhagsáætlunar. Liður í því að undirbúa innleiðingu hefur verið að finna mælikvarða og þróa upplýsingakerfið Mælkó svo hægt sé að fylgjast með framgangi innleiðingarinnar og árangri í starfsemi bæjarins. Þá tekur Kópavogsbær þátt í alþjóðlegu verkefni á vegum OECD um innleiðingu Heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum og þróun mælikvarða og nýtur ráðgjafar þeirra við innleiðinguna. http://oe.cd/sdgs-impact

Markmið verkefnis

Markmiðið með nýrri heildstæðri stefnu Kópavogsbæjar er að tryggja lífsgæði íbúa Kópavogs og taka um leið þátt í átaki þjóða heims um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Horft er til aukinnar skilvirkni og árangurs með gerð stefnumarkandi áætlana og tengdra aðgerðaáætlana þar sem sett verða mælanleg markmið, þau tengd mælikvörðum og gerð fjárhagsáætlunar.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Horft er til þess að innleiðingarferli nýrrar stefnu verði lokið haustið 2023, en unnið verði áfram að innleiðingu Heimsmarkmiðanna með árið 2030 sem yfirlýst viðmið Sameinuðu þjóðanna.

Mældur árangur

Árleg eftirfylgni stefnumarkandi áætlana, aðgerðaáætlana og mælikvörðum þeim tengdum.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira