Carbfix

Fyrirtækja logo Carbfix ohf.
Carbfix ohf.
10. júlí 2019

Carbfix er tæknilausn sem byggir á íslensku hugviti sem bindur koldíoxíð varanlega í bergi á innan við tveimur árum. Kolefnisförgun á stórum skala er nauðsynleg til að loftslagsmarkmið heimsins náist.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Carbfix tæknin getur nýst á fjölmörgum stöðum víða um heim til að draga úr losun koldíoxíðs frá orku- og iðnaðartengdri starfsemi. Basalt er ein algengasta bergtegund jarðarinnar og í því má binda margfalt það magn sem þörf er á að farga á komandi áratugum til að sporna gegn hlýnun jarðar. Carbfix vinnur markvisst að því að stórauka kolefnisförgun á heimsvísu en jafnframt nýta tæknina hér á landi til að markmið um kolefnishlutlaust Ísland náist með sem hagkvæmustum og umhverfisvænstum hætti.

Markmið verkefnis

Að stuðla að frekari þróun og útbreiðslu kolefnisförgunar í bergi með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn loftslagsbreytingum. Carbfix veitir ráðgjöf og þjónustu á Íslandi sem og erlendis um minnkun útblásturs og bindingu koldíoxíðs í bergi auk þess að sinna nýsköpun og tækniþróun á því sviði.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Samstæða OR hefur sett sér það markmið að minnka losun koltvíoxíðs frá rekstrinum um 60% frá árinu 2015 til 2030.

Mældur árangur

Magn koldíoxíðs sem dælt er niður í berglög.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Á tímabilinu 2019-2020 var unnið að frekari þróun Carbfix tækninnar þannig að hún geti nýst sem víðast í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Sumarið 2019 var undirrituð þríhliða viljayfirlýsing milli íslenskra stjórnvalda, Orkuveitu Reykjavíkur og stóriðjunnar um að kanna fýsileika þess að minnka kolefnisspor iðjuvera hér á landi með bindingu koldíoxíðs í basalti. Carbfix tæknin hlaut í kjölfarið aukið vægi í 2. útgáfu aðgerðaráætlunar Íslands í loftslagsmálum hvað varðar minnkun útblásturs frá orkuframleiðslu og stóriðju. Frá upphafi ársins 2020 hefur Carbfix verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR. Haustið 2020 var undirritaður tímamótasamningur við svissneska fyrirtækið Climeworks um aukna förgun á CO2 sem hreinsað er beint úr andrúmslofti. Undir lok ársins 2020 hafði alls um 63 þúsund tonnum af CO2 verið fargað með Carbfix tækninni frá Hellisheiðarvirkjun sem Orka náttúrunnar rekur.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira