CarbFix

Fyrirtækja logo Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur
10. júlí 2019

CarbFix-aðferðin, stundum nefnd Gas í grjót, felst í að leysa koltvíoxíð og brennisteinsvetni upp í vatni og dæla því djúpt niður í basaltberglögin við Hellisheiðarvirkjun.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

CarbFix-aðferðin, stundum nefnd Gas í grjót, felst í að leysa koltvíoxíð og brennisteinsvetni upp í vatni og dæla þeim djúpt niður í basaltberglögin við Hellisheiðarvirkjun. Þar losna efni úr basaltinu sem bindast lofttegundunum og mynda stöðuga steintegund, silfurberg, innan tveggja ára. CO2 er þannig steinrunnið í berggrunninum til frambúðar. Þessi aðferð er ódýrari en hefðbundnar hreinsunaraðferðir á þessu jarðhitalofti og leiðir til langtímabindingar þess. Verkefnið á sér samsvörun í fjölda vísindaverkefna víða um heim sem ganga út á að binda gróðurhúsalofttegundina en hefur þá sérstöðu að aðferðin er ódýrari en aðrar og bindur koltvíoxíð skjótar og með miklu varanlegri hætti en algengast er. Verkefnið er brautryðjandi og hefur það hlotið fjölda styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum, einna mest frá Evrópusambandinu.

Markmið verkefnis

Helsta markmið verkefnisins er að stuðla að sjálfbærri nýtingu jarðhita; með sem allra minnsta losun koltvíoxíðs (CO2).

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Samstæða OR hefur sett sér það markmið að minnka losun koltvíoxíðs frá rekstrinum um 60% frá árinu 2015 til 2030.

Mældur árangur

Magn CO2 frá Hellisheiðarvirkjun sem dælt er niður í berggrunninn og bundið í jarðhitageyminum er mælt.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira