Markmið Isavia í samfélagsábyrgð fyrir árið 2019

Fyrirtækja logo Isavia
Isavia
28. júní 2019

Markmið og úrbótaverkefni Isavia í samfélagsábyrgð styðja við stefnu félagsins í málaflokknum.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Isavia setti átta markmið í samfélagsábyrgð fyrir árið 2019. Við val á markmiðum og úrbótaverkefnum þeim tengdum var horft til eðlis fyrirtækisins og stefnu, ábendinga ytri hagaðila, heimsmarkmiðanna og áherslna stjórnvalda þeim tengdum. Um leið var horft til úrbótatækifæra út frá GRI þáttunum, skuldbindingum félagsins við meginreglur UN Global Compact og við hvatningaverkefnið „Ábyrg ferðaþjónusta“, sem Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn stóðu að. Air Transport Action Group (ATAG), sem eru samtök innan fluggeirans með það að markmiði að stuðla að sjálfbærum vexti, tengir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna við hugmyndir að úrbótaverkefnum fyrir fyrirtæki í flugtengdri starfsemi. Félagið horfði einnig til áhersluþátta í þeirra vinnu. Markmið ársins 2019 tengjast sex af heimsmarkmiðunum sautján.

Markmið verkefnis

Með setningu markmiða í samfélagsábyrgð er verið að vinna markvisst að úrbótum og frekari innleiðingu samfélagsábyrgðar hjá Isavia.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Markmiðin eru ýmist til eins árs eða til lengri tíma litið.

Mældur árangur

Árangur markmiða er metinn árlega. Þar er horft til þess árangurs sem náðst hefur í þeim aðgerðum sem tilheyra hverju markmiði fyrir sig.

Framvinda verkefnis

1. febrúar 2021

Þau átta markmið sem tengd voru samfélagsábyrgð voru ýmist sett til styttri eða lengri tíma. Um framvindu þeirra má lesa í árs- og samfélagsskýrslu á isavia.is/arsskyrsla2019.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira