Vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Verkefnið var mótað með Jafnréttisvísi Capacent.
Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu
Verkefnalýsing
Landsbankinn hefur um árabil lagt áherslu á launajafnrétti og jöfn starfstækifæri og vill tryggja að karlar og konur hljóti jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Bankinn hefur það að markmiði að hlutur hvors kyns um sig í forystusveit bankans verði aldrei minni en 40%. Megináherslur Landsbankans í jafnréttismálum eru: Landsbankinn er vinnustaður þar sem karlar og konur eiga jafna möguleika til starfa og stjórnarsetu. Landsbankinn stefnir að jöfnu hlutfalli kynja meðal starfsfólks og að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstök karla- eða kvennastörf. Landsbankinn greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf. Landsbankinn er vinnustaður þar sem starfsmenn geta samræmt vinnu og einkalíf. Landsbankinn líður ekki einelti, fordóma, kynbundna eða kynferðislega áreitni. Landsbankinn gætir þess að konur og karlar hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu.
Markmið verkefnis
Markmið verkefnisins er að auka jafnrétti í Landsbankanum og við markmiðasetningu var leitast við að ná heildrænni yfirsýn á jafnréttismál með aðkomu allra starfsmanna. Horft var til menningar, samskipta og vinnuumhverfis, stefnu, skipurits, launa og fyrirmynda. Lögð var áhersla á að fá upp á yfirborðið þá ómeðvituðu kynbundnu fordóma sem oft leynast í menningu, umhverfi og skipulagi fyrirtækja.
Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?
Starfsþróunar- og mentorakerfi, að koma á fót úrræðum fyrir starfsfólk til að styrkja eigin starfsþróun.;Fyrirmyndir, kynjaskipting þeirra sem koma fram fyrir hönd bankans.;Menning og umhverfi, að ferlar varðandi EKKO (fræðsla um viðbrögð við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi) verði skýrir og trúverðugir og starfsfólk fái reglulega fræðslu um EKKO. ;Fræðsla og umhverfi, viðburðir um jafnréttismál og fræðsluátak meðal starfsfólks. ;Ráðningarferli, að vinna að því að útrýma ómeðvituðum fordómum úr ferlinu. ;Jöfn staða kynja, að ná 40/60 kynjahlutfalli í öllum stjórnunarlögum.
Mældur árangur
Árangri verður miðlað árlega í gegnum Samfélagsskýrslu Landsbankans.
Framvinda verkefnis
2. mars 2021
Landsbankinn er með skýra jafnréttisstefnu. Lögð er áhersla á að allir njóti sömu starfstækifæra og að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstaklega kynjuð störf. Mikil áhersla er lögð á að öllum séu greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Við stefnum á því að ná 40/60 kynjahlutfalli í öllum stjórnarlögum og það hefur tekist utan forstöðumannahópsins.
Einnig er hugað að jafnréttismálum, mannréttindum og fjölbreytileika samfélagsins á mismunandi stigum starfseminnar, s.s. í mannaráðningum, jöfnum starfstækifærum, samstarfsverkefnum og þegar ákveðið er hverjir koma fram fyrir hönd bankans.
Staða verkefnis

Tengdir hlekkir
Tengd verkefni
Stefna Glacier Journey og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Glacier Journey / Fallastakkur ehf ferðaþjónustufyrirtæki.
Skólastefna Flóahrepps
Flóahreppur
Fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi
Golfsamband Íslands
Heimsmarkmiðin í Kópavogi og atvinnulífið
Markaðsstofa Kópavogs