Student Refugees

Fyrirtækja logo Landssamtök íslenskra stúdenta
Landssamtök íslenskra stúdenta
21. júní 2019

Student Refugees er verkefni sem veitir flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi aðstoð við að sækja um háskólanám hér á landi.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Verkefnið er byggt á þeirri hugmynd að aðgengi að menntun sé mannréttindi í sjálfu sér og þar af leiðandi eigi allir rétt á sama aðgengi að námi. Student Refugees reynir því að veita áhugasömum allar þær upplýsingar sem þau þurfa, ef þau hyggjast sækja nám í íslenskum háskólum. Einnig vill Student Refugees aðstoða flóttafólk við að komast yfir þær hindranir sem kunna að standa í vegi þegar verið er að sækja um nám. Aðstoðin sem við bjóðum upp á í dag er upplýsingamiðlun í gegnum heimasíðuna okkar, studentrefugees.is. Ásamt heimasíðunni heldur Student Refugees Iceland uppi Facebook síðu, þar sem fylgjendur geta fylgst með þeim viðburðum sem við höldum eða tökum þátt í. Einnig bjóðum við upp á umsóknarkaffi mánaðarlega, þar sem fólk með stöðu flóttafólks og hælisleitenda getur komið og fengið kaffi, bakkelsi og beina aðstoð frá okkur við gerð umsóknar eða stuðning í umsóknarferlinu. Jafnt aðgengi allra að menntun er eitt af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir 2030. Hjá Student Refugees einbeitum við okkur að markmiði númer 4 er varðar menntun, að tryggja eigi jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla.

Markmið verkefnis

Við gerum okkur grein fyrir þeim hindrunum sem flóttafólk stendur frammi fyrir þegar kemur að aðgengi að háskólamenntun hér á landi, og að þeim hindrunum fer fjölgandi. Lög um hælisleitendur og flóttafólk breytast í sífellu sem getur gert fólki erfitt fyrir við að uppfylla skilyrði umsókna um nám. Student Refugees stefnir að því að upplýsa hælisleitendur og flóttafólk um rétt sinn til náms og möguleikana sem til staðar eru hverju sinni, með því heildarmarkmiði að gera æðri menntun aðgengilegri fyrir alla.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Vefsíða verkefnisins er nú þegar komin í loftið, en hún var opinberum í september 2019. Þar sem COVID faraldurinn byraði stuttu seinna þá var starfsemi SRI takmarkað á þessum tímabili. Nú er staðan sú að við bjóðum upp á umsóknarkaffihús og mismunandi viðburði í fullum krafti til að auka aðgengi að námi fyrir flóttafólk og hælisleitendur. Við sjáum bjarta framtíð fyrir SRI þar sem starfsemin er eftirsóknarverð.

Mældur árangur

Á vefsíðu Student Refugees verður könnun sem notendur geta svarað. Könnunin verður notuð til þess að bæta verkefnið.

Framvinda verkefnis

19. janúar 2023

Í september 2019 fór heimasíða verkefnisins í loftið og er hún í sífelldri þróun. Meðal þess sem unnið er að eru auknar þýðingar á heimasíðunni, enda grundvöllur verkefnisins að ná til víðtæks hóps flóttamanna, en á þessum tímapunkti er efni síðunnar á fimm tungumálum: Íslensku, ensku, spænsku, frönsku og arabísku. Haustið 2019 auglýstu verkefnastjórar eftir hópi sjálfboðaliða og var framboð þeirra langt yfir væntingum en sjálfboðaliðarnir hafa reynst ómetanlegur burðarhlekkur í starfi Student Refugees. Á meðan hlutverk verkefnastjórnar hafa verið að hafa yfirsýn yfir starfið, ganga úr skugga um að verkefnum sé sinnt og vinna að kynningarmálum þá hafa hlutverk sjálfboðaliða falið í sér að mæta og skipta með sér verkum á umsóknarkaffihúsum, skrá, leiðbeina og fylgja eftir málum, svara fyrirspurnum og vera í sambandi við hælisleitendur og flóttafólk í tölvpósti, vinna við þýðingar og aðrar uppfærslur á vefsíðu verkefnisins og safna upplýsingum um framvindu verkefnisins. 
Fyrsta umsóknarkaffið var haldið í nóvember 2019 í húsakynnum Norræna hússins og þar frameftir voru þau bókuð á mánaðarfresti. Covid-faraldurinn setti þó strik í reikninginn, umsóknarkaffihúsin fóru í pásu frá mars til maí, eitt sumarkaffihús var svo haldið í júlí 2020. Alls hafa verið haldin sex umsóknarkaffi milli 2019 til 2020. Student Refugees Iceland héldu þjálfunarbúðir í September 2022 fyrir nýju sjálfboðaliðana og byrjuðu aftur með umsóknarkaffihús mánaðarlega sem hafa verið hýst hjá Borgarbókasafninu í Grófinni. Meðal annars hafa verkefnastjórar fundað með ýmsum öðrum verkefnum með sameiginleg markmið til að bæta starfsemi okkar allra að auka aðgengi fólks að námi hérlendis. Þar að auki hafa verkefnastjórar unnið að formlegri verndarstefnu. Þá hafa verkefnastjórar verið ötul við að breiða út boðskap Student Refugees þar á meðal til velferðarsviðs og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Rauða Krossinn.

Staða verkefnis

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira