Skólar á grænni grein

Fyrirtækja logo Landvernd
Landvernd
3. júlí 2019

Skólar á grænni grein (Eco-schools) efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skóla um umhverfismál. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Skólar á grænni grein eru eitt helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag. Verkefnið má finna í 67 löndum víðsvegar um heim og taka um 200 íslenskir skólar á öllum skólastigum þátt. Í skólunum er unnið að fjölbreyttum verkefnum og er sjálfbærni, lýðræðismenntun og geta til aðgerða höfð að leiðarljósi. Sérfræðingar hjá Landvernd veita skólum leiðsögn, fræðslu og stuðning. Verkefnið byggir á sjö skrefum sem skólinn tekur á tveggja ára tímabili. 1. Umhverfisnefnd: Í nefndinni sitja nemendur og starfsfólk skóla. 2. Mat á stöðu umhverfismála: Nefndin metur stöðuna með gátlistum. 3. Markmiðasetning: Nefndin velur þema og 4-6 markmið til að vinna að. 4. Eftirlit og endurmat. 5. Námsefnisgerð og tenging við aðalnámskrá. 6. Að upplýsa og fá aðra með. 7. Umhverfissáttmáli. Ef skólinn nær settum markmiðum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára. Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið.

Markmið verkefnis

Markmið Skóla á grænni grein á Íslandi eru að: Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.Efla samfélagskennd innan skólans.Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Innleiðing menntunar til sjálfbærni er langtímaverkefni sem lýkur þegar allar skólastofnanir hafa sett sjálfbærni og umhverfismál í skólanámskrá og framfylgja henni. .

Mældur árangur

Landvernd vinnur árlega framvinduskýrsla þar sem metið er hvort að markmið hafi náðst og hvort að þau þurfi að endurskoða.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira