Markmiðið er að verða til fyrirmyndar í jafnrétti. Ná ekki aðeins árangri í kynjahlutföllum og launum heldur einnig í menningu, samskiptum og vinnuumhverfi.
Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu
Verkefnalýsing
Úttekt á stöðu jafnréttismála í Landsvirkjun, ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutföllum og launum, heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi. Unnið var með Jafnréttisvísi Capacent. Allt starfsfólkið kom að því að rýna og móta hugmyndir um það hvernig ná mætti árangri og hvað þyrfti til. Sett var fram aðgerðaáætlun jafnréttis, með markmiðum og mælikvörðum til þriggja ára. Samhliða voru kynnt 17 umbótaverkefni sem byggðu á hugmyndum starfsfólks um það hvernig ná mætti árangri í jafnréttismálum fyrirtækisins. Umbótaverkefnin snerta margvíslega þætti fyrirtækisins. Meðal annars má nefna að hafin var vinna við að tryggja að vinnuumhverfi höfðaði til allra kynja, texti og myndefni í atvinnuauglýsingum voru endurskoðuð í sama augnamiði, ráðningarferlið var endurskoðað með tilliti til jafnréttis, fræðsla um jafnréttismál var gerð hluti af nýliðaþjálfun, mentorkerfi var komið á laggirnar og tryggt var að sumarfólki af öllum kynjum væru boðin sambærileg verkefni.
Markmið verkefnis
Sett hafa verið markmið í sex flokkum, um stöðu kynja í mismunandi stjórnunarlögum, framgangs- og mentorkerfi, ráðningarferlið, menningu og umhverfi, fræðslu um jafnréttismál og fyrirmyndir.
Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?
Aðgerðaáætlunin með markmiðum og mælikvörðum er til þriggja ára, kynnt 2018 og gildir til 2021.
Mældur árangur
Sett hafa verið mælanleg markmið sem skoðuð eru og fjallað er um í fyrirtækinu árlega.
Framvinda verkefnis
1. febrúar 2021
Frá því aukin áhersla var lögð á jafnrétti hjá Landsvirkjun höfum við séð jákvæðar breytingar á ýmsum sviðum jafnréttismála. En það mikilvægasta er að við gerum okkur grein fyrir, að þetta er ekki átak – jafnréttið er komið til að vera. Við erum ekki enn orðin „góð í jafnrétti“, en við erum orðin miklu betri en áður og við erum sömuleiðis meðvituð um að við þurfum að halda vel á spöðunum.
Staða verkefnis

Tengdir hlekkir
Tengd verkefni
Museums and the Sustainable Development Goals: a how-to guide for museums, galleries, the cultural sector and their partners
Henry McGhie, Curating Tomorrow
Stefna Glacier Journey og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Glacier Journey / Fallastakkur ehf ferðaþjónustufyrirtæki.
Skólastefna Flóahrepps
Flóahreppur
Fjölþætt árvekni- og verkefnavinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi
Golfsamband Íslands