Snjallræði

Fyrirtækja logo Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, ásamt samstarfsaðilum og bakhjörlum
Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, ásamt samstarfsaðilum og bakhjörlum
1. júlí 2019

Vettvangur fyrir samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi þar sem aðaláhersla er lögð á að bæta samfélagið í takt við heimsmarkmiðin.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Markmiðið með Snjallræði er að veita aðilum sem brenna fyrir bættu samfélagi vettvang til þess að þróa hugmyndir sínar áfram og finna þeim sjálfbæran farveg. Verkefnið felur m.a. í sér viðskiptahraðal fyrir samfélagslega nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi þar sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki geta sótt um að taka þátt. Opnað verður fyrir umsóknir í ágúst og tekið verður á móti öllum hugmyndum, stórum og smáum, fullmótuðum og hráum. Megin áhersla er þó lögð á skýra sýn um samfélagslegan ávinning og sterk tengsl verkefnanna við heimsmarkmiðin. Átta teymi verða valin til þátttöku í átta vikna hraðli sem fer fram í október og nóvember nk. Í ár verður boðið upp á sprett í fyrstu viku hraðalsins í samstarfi við MIT designX. Á viku tímabili munu teymin fá að kynnast nýjustu nálgunum á sviði samfélagslegrar nýsköpunar, sannreyna eigin hugmyndir og kryfja þær til mergjar í krefjandi vinnustofum á vegum MIT designX.

Markmið verkefnis

Eitt af meginmarkmiðunum með verkefninu er að skapa vettvang þar sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki geta unnið markvisst að því að tengja eigin hugmyndir og verkefni við heimsmarkmiðin. Þátttakendur fá þannig tækifæri til þess að samtvinna heimsmarkmiðin við eigin verkefni, allt frá því hugmynd kviknar og þar til starfsemi fer að blómstra.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Þegar öll ný starfsemi, sprotar og nýsköpun verður drifin áfram af heimsmarkmiðunum og þörfinni fyrir því að bæta samfélagið.

Mældur árangur

Einn af bakhjörlum Snjallræðis, Deloitte, mun sjá um greiningu á efnahagslegum og samfélagslegum ávinningi af verkefnum Snjallræðis.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira