HEIMA

Fyrirtækja logo HEIMA
HEIMA
22. janúar 2021

HEIMA er smáforrit sem sér um verkaskiptingu og hugræna byrði heimilisins.

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Ójöfn skipting húsverka er algengt vandamál um allan heim. Rannsóknir Sameinuðu þjóðanna sýna að konur eyða á bilinu 1-3 fleiri klukkustundum á dag í heimilisstörf en karlar á heimsvísu. Við stofnuðum HEIMA til þess að þróa stafræna lausn við þessu vandamáli. Lausn sem einfaldar skipulag heimilisverka, heldur vel utan um hver gerir hvað og metur þá hugrænu byrði sem heimilishaldinu fylgir raunverulegum verðleikum. HEIMA er smáforrit sem útbýr verkefnayfirlit fyrir húsverkin sem einfalt er að sérsníða að hverju og einu heimili. Það skiptir verkum jafnt á milli heimilisfólks og hvetur hvern og einn til að ljúka sínum verkum. HEIMA leikjavæðir heimilishaldið með því að gefa stig fyrir hvert unnið verk, svo einfalt er að skoða hvernig skipting verka er innan heimilisins. HEIMA var stofnað haustið 2020 af Ölmu Dóru, Sigurlaugu og Birgittu sem vinna nú hörðum höndum að útgáfu smáforritsins sem er væntanleg í júní 2021. HEIMA, einfaldar heimilishaldið, styrkir sambönd og eykur jafnrétti.

Markmið verkefnis

Helsta markmið HEIMA er heimsmarkmið 5.4: Að stuðla að jafnrétti kynjanna með því að meta og viðurkenna ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf og ýta undir sameiginlega ábyrgð innan fjölskyldunnar.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Útgáfa smáforritsins - júní 2021;1000 fjölskyldur nota HEIMA til að stuðla að jafnrétti HEIMA hjá sér - júní 2022

Mældur árangur

Árangur verður mældur með könnunum þar sem upplifun notenda og notagildi forritsins til að jafna skiptingu heimilisverka verða kortlögð.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira